Takk

Fyrir ári síðan, þann 16. júní 2007 sneru hjúkrunarnemar aftur heim frá Nairobi eftir að hafa unnið þar með hjálparsamtökunum Provide International. Þessi ferð var farin af 8 stelpum sem lokið höfðu 2. ári í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands. Allar áttu þær sér þann draum að ferðast til fjarlægra landa og nýta nám sitt til vinnu meðal fátækra. Þessi ferð var draumur sem varð að veruleika fyrir tilstilli margra góðra aðila. Þetta var dýr ferð og ólaunuð vinna og var því víða leitað eftir styrkjum. Þessi leit bar árangur og fengum við góðar viðtökur víða.    Reyndar gekk söfnunin það vel að þegar gengið hafði verið frá flugi, gistingu og bólusetningum var afgangur. Hluta þess nýttum við í kaup á blóðsykurmælum auk strimla sem vantaði áþreifanlega á heilsugæslustöðvarnar ytra. Enn voru eftir peningar og var tekin ákvörðun um að geyma þá þar til út væri komið svo við gætum metið þörf stöðvanna eftir tækjabúnaði/menntun starfsmanna. Það fór svo á þá leið að stuttu eftir að við komum utan og hófum störf með samtökunum að ljóst var að það sem helst vantaði væri sjúkrabíll. Samtökin áttu gamlan bíl sem var heldur hrörlegur að sjá og sjaldnast gangfær. Ástandið í fátækrahverfunum er þannig að heilsugæslustöðvar Provide sinna öllum íbúum þess en sjúkrabílar sem tilheyra sjúkrahúsum Nairobi neita að fara inn í hverfin þar sem hverfin eru talin of hættuleg. Það voru því mörg mannslífin sem höfðu týnst vegna skorts á fararskjóta þegar einstaklingar þurftu meiri og sérhæfðari aðstoð en þá sem stöðvarnar höfðu upp á að bjóða. Þó okkur þætti sjóðurinn digur var hann ekki nægur til kaupa á farartæki sem þessu. Við biðluðum því aftur til fólks, og þá á bloggi sem haldið var úti á meðan ferðalaginu stóð, um aðstoð til að fjárfesta í bíl. Svörin létu ekki á sér standa og sjóðurinn óx hratt. Í millitíðinni áttum við fund með forstjóra bílafyrirtækis sem ákvað í kjölfar fundar okkar að endurnýja sjúkrabíl fyrirtækis síns og gaf samtökunum notaðan sjúkrabíl sem var í ágætu standi. Við höfðum því fengið ágætan bíl en mikið keyrðan. Töldum við þá vænlegt að halda söfnun áfram og freista þess að kaupa nýrri og dýrari bíl. Í ljósi þeirra atburða sem áttu sér stað í Kenya síðastliðinn vetur þar sem miklar óeirðir brutust út í kjölfar forsetakosninga varð þörfin á öðrum sjúkrabíl enn ríkari svo ákvörðun var tekin um að kaupa sjúkrabíl, ódýrari en við höfðum ætlað í upphafi. Því keyra nú tveir sjúkrabílar undir merkjum íslenskra hjúkrunarfræðinema sem keyptu þá sem stoltir sendiboðar þjóðar sinnar. Þessir tveir sjúkrabílar sinna þúsundum manna og hafa margsannað notagildi sitt.

            Okkur langar með þessu bréfi að þakka öllu því góða fólki sem tók beiðni okkar vel og styrktu til þessarar farar. Fjárstyrkir, styrkir í formi hjúkrunarvara, flutningaþjónusta, bóluefni og flíkur; Takk fyrir okkur! Starfsfólk Landspítala sem aðstoðuðu okkur og sýndu okkur ótrúlega þolinmæði auk þeirra frábæru einstaklinga sem deildu eigin reynslu frá sínum ferðum með okkur eiga miklar þakkir skilið fyrir. Þið gerðuð okkur kleift að fara þessa ferð og það með einhverja hugmynd um það hvað við vorum að fara út í.

Ef ekki væri fyrir ykkur, sem trúðuð á okkur og sýnduð það í verki, hefði þessi för ekki verið farin. Við lögðum upp með draum, þið létuð hann rætast.

 

Hjúkrun í Kenya skipa:

 

Elva Dögg Valsdóttir

Halldóra Ögmundsdóttir Michelsen

Helga Guðmundsdóttir

Hlín Árnadóttir

Kolbrún Sara Larsen

Kristín Þórhallsdóttir

Lilja Þórunn Þorgeirsdóttir

Þórey Rósa Einarsdóttir

 

Fyrir hönd okkar allra; Kærar þakkir.

 

Lilja Þórunn Þorgeirsdóttir

Nemi við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands


Myndir

Fyrir þá sem hafa áhuga þá eru komnar alveg hellingur af myndum inn á http://hlin.smugmug.com/gallery/3197143#176189177

 

Við ásamt Linet við útsýnisstopp á leiðinni til Nakuru

 

Fórum með dótið til krakkanna og fórum með þeim sem vildu í leiki og fótbota á meðan hinir voru að lita og föndra heima


Fyrirlestrar á fyrirlestra ofan!

Við stelpurnar erum búnar að vera frekar bissí í fyrirlestrum og hefur rómur okkur farið víða (..eða þannig!) Við héldum fyrirlesturinn í Öskju um daginn og gekk bara vel. Við höfðum frá svo SVAKALEGA mörgu að segja að fundurinn var aðeins í lengri kantinum og við buðum ekki upp á neinar veitingar, sem er bara skandall! Takk samt til þeirra sem kíktu á okkurInLove Jonah sýndi myndbandið sitt og erum við ekki frá því að það hafi bara gert ágæta hluti. Við vorum svo "gestafyrirlesarar" í heilsugæsluhjúkrun 4. árs hjúkrunarfræðinema, sem var líka flott. Þar urðu reyndar örlitlir tækniörðugleikar svo við höfðum knappan tíma og kom það sér vel að geta talað hratt..við höfum jú frá svo mörgu að segja..! Rúsínan í pylsuendanum var svo létt og skemmtileg heimsókn í Glaxo Smith Klein (sem styrktu okkur og "sendu" okkur í frábæra ferð til Nakuru í Kenýa) þar sem við héldum stutta tölu um ferðina og þáðum pizzur. Það skemmtilegasta við að fara í Glaxo var  fjölskyldustemningin sem þar var, en krakkar koma oft með fyndnustu spurningarnar. Og talandi um spurningar, alveg er það frábært hvað fólk er óhrætt við að spyrja á fyrirlestrum. Við tökum ofan fyrir ykkur, ekki allir sem geta það..en frábært fyrir okkurW00t

 Jonah er enn í Evrópurúntinum sínum að safna fé og má koma því að, að KB banki styrkti nýverið verkefnið svo við erum skrefi nær því að kaupa nýjan sjúkrabíl fyrir íbúa fátækrahverfisins. 

 Látum ykkur vita þegar fréttir berast af sjúkrabílnum.

 Við stelpurnar erum svo bara á fullu í verknámi og verkefnum og umræðufundum vegna verkefna.. að ógleymdum dæmatímum! Svo það er bara nóg að geraCool

 Hafið það gott og fylgist með,

 Liljan 

 


Fyrirlestur á fimmtudaginn

Jæja gott fólk!

Nú er eitthvað að frétta af okkur túttunum! Á þriðjudaginn lögðum við 1,1 milljón inn á Provide International til sjúkrabílakaupa. Læknanemarnir höfðu lagt inn um 300 þúsund svo saman höfum við lagt inn 1,4 milljón sem verður nýtt til sjúkrabílakaupa. Þetta eigið þið, þið sem lásuð síðuna og lögðu okkur lið. Þessi bíll verður keyptur í ykkar nafni.

Gaman að segja frá því að Jonah Kitheka, framkvæmdarstjóri samtakanna kom til landsins í gær og verður á Íslandi í viku. Það voru læknanemar í HÍ og tannlæknanemar sem stóðu að komu hans hingað og mun hann sitja fundi og halda erindi á meðan dvöl hans stendur. Við héldum smá móttöku fyrir hann í gærkvöldi þar sem við hittumst krakkarnir sem höfum farið út og skelltum saman í smá hlaðborð fyrir karlinn. Það var einhvern veginn hálf súrealískt að sjá hann hér -á Íslandi. Maður var orðinn svo vanur honum á skrifstofunni sinni í skræpóttu skyrtunum sínum drekkandi heitt vatn til að kæla sig og talandi. Já hann Jonah getur sko talað og það er gaman að hlusta á hann. Ein mætti með svið fyrir karlinn og hélt maður að hann yrði pínu sjokkeraður við að sjá hálfan haus þarna á disknum en hann kippti sér ekki upp við það; No no, we eat goat (innskot: Nei! Hvað segiru!). Sheep, goat..same thing!

Skemmtilegast fannst mér að heyra að Martin Forster sem stjórnar fyrirtæki úti sem heitir Cooper Motors styrkti samtökin á dögunum. Ég hringdi í þennan mann og sagði honum frá ástandinu í fátækrahverfinu og fékk fund með honum. Þar sagðist hann svosum geta látið okkur fá þeirra 'sjúkrabíl' ef hann myndi endurnýja þeirra.. Haldið að karlinn hafi ekki gert einmitt það! Provide fékk ágætan sendiferðarbíl, lokaðan, með vél í fullkomnu lagi (enda bílafyrirtæki sem sá um viðhaldið!). Þessi bíll hefur verið notaður og verður notaður á meðan safnað er fyrir restinni upp í sjúkrabílinn. Bíllinn hefur einnig verið mikið notaður í flutning á lyfjum, það er nefnilega rosalegt vandamál með flutning lyfja vegna hárrar tíðni rána. Þegar ekki er hægt að flytja lyf án þess að það sjáist hvað verið er að flytja er voðinn vís. Fyrir þetta erum við ótrúlega þakklátar og glaðar!

Það er alveg magnað hvað margir hafa lagt okkur lið og hjálpað okkur í þessu, takk fyrir okkur!

EN!LoL Nú er komið að fyrirlestrinum sem við erum búin að lofa ykkur! Við ætlum að halda 'opið erindi núna á fimmtudaginn kl 20 í Öskju (húsi raunvísindadeildar HÍ) og er hann opinn öllum.

Vonum að við sjáum ykkur sem flest!

InLove Liljan

 


Við erum hér ennþá....og myndir komnar

Við afsökum það að hafa ekkert bloggað í alltof alltof langan tíma..

Bílamálin eru í fullum gangi og erum við um það bil að taka ákvörðun og látum við vita um leið og hún hefur verið tekin endanlega.
Dagarnir líða og við hreinlega trúum því ekki að það séu 75 dagar síðan við lögðum af stað til Afríku og út í þetta ævintýri okkar. Já sannkallað ævintýri.... Eins og segir hér að neðan þá munum við fylgja þessu verkefni okkar eftir, bæði með því að halda fyrirlestur og vera stuðningur fyrir þá sem eftir okkur vilja koma.
Við viljum enn og aftur þakka fyrir þessar góðu viðtökur okkar og koma því á framfæri að okkur finnst alveg rosalega gaman að sjá hvað margir hafa viljað fylgjast með okkur. Það er svo margt sem við lærðum á þessum tíma og mikið sem við viljum deila með ykkur.

Það eru komnar inn myndir, þó eru þær ekkert í líkingu við fjöldann allan af myndunum sem við tókum og munum við birta fleiri eins fljótt og við getum. Njótið vel það gerðum við.

PS: ég minni þá á sem eru rétt að kíkja hingað inn fyrst núna að lesa færslurnar okkar því þær eru virkilega ævintýralegar og á stundum ótrúlegar. Sem dæmi, nauðlending flugvélar, hryllilegar aðstæður á fæðingardeild, lýsing á fátækrahverfunum í Nairobi o.fl.

Kveðja Hjúkrun í kenya


Ekki dauðar úr öllum æðum...!

Það hefur lítið verið bloggað síðustu daga enda allar að henda okkur út í vinnu. Stína tók sprettinn upp í Þórsmörk, Elva í Hólaskjól, Kolla á Húsavík og við hinar á sitthvora heilbrigðisstofnunina hér í bæ. Það er lítið að frétta af bílakaupunum ennþá. Við erum að bíða eftir tilboði í einn en ekkert er ákveðið enn sem komið er. Við stelpurnar ætlum að hittast fljótlega (sem er hægara sagt en gert þegar púsla þarf fólki saman sem er í vaktavinnu..!) og fara yfir stöðuna. Við erum að skoða aðra bíla og sennilegt er að það verði annar bíll en nýr Land Cruiser. Við höfum það að markmiði að kaupa vandaðan bíl og endingargóðan og það mun okkur takast með hjálp ykkar allra sem hafa lagt okkur liðHalo

Annars vildi ég bara láta ykkur vita, sem kíkjið hérna inn, að við erum allar sprækar og hvergi hættar fyrr en bíllinn er kominn í hús Provide í Kenya.

Ætli við reynum ekki að halda úti fimmtudagsbloggi þar til bíllinn hefur verið keyptur.. 

Vonandi hafa það allir gott og mæta á fyrirlesturinn okkar í haust..W00t (engar áhyggjur, við látum ykkur vita!)

Heyrumst, LiljanHeart


Sjúkrabílakaup

Eins og margir vita þá stendur til hjá Hjúkrun í Kenya að skilja eitthvað almennilegt eftir sig hjá Provide International í Nairobi. Að okkar mati var sjúkrabíll eitt það helsta sem vantaði, enda samkvæmt nýgerði athugun er enginn gangtækur sjúkrabíll í fátækrahverfum Nairobi. Þar af leiðandi er ekki möguleiki á að flytja sjúklinga sem þurfa frekari læknisaðstoð á almenningsspítalana þar sem þeirra sjúkrabílar keyra ekki inn fyrir veggi "slum"-ana. Einnig vilja leigubílstjórar ekki sjá um sjúkraflutninga, sérstaklega ef sjúklingum blæðir. Eins og er á Provide International einn sjúkrabíl en hann er það gamall og mikið notaður að ekki er hægt að treysta honum til að komast á leiðarenda, þ.e.a.s. þegar hann kemst í gang:

    

 

Í dag var birt viðtal við Þórey á baksíðu Morgunblaðsins þar sem var stiklað á stóru um starfið úti og jafnframt bent á reikning okkar fyrir þá sem vildu hjálpa til á síðustu metrunum við sjúkrabílakaupin. Fyrir hönd okkar allra vil ég þakka þeim sem lögðu sitt af mörkum af öllu hjarta! Við erum nú mjög nálægt þeirri upphæð sem við þurfum og erum alveg í skýjunum yfir stuðningi ykkar.

Ég mun halda áfram að skrifa um framvindu sjúkrbílakaupana, en ég er sumsé að standa í þessum viðskiptum frá Íslandi alla leið til Nairobi sem svo kaupa bílinn og flytja inn frá Japan...svo þetta fer í gegnum þrjár heimsálfur.

Kveðja,

Halldóra

 

[Reikningsnr: 1158-26-5801]

[Kennitala: 580107-0600]


Köttur útí mýri, sett'uppá sig stýri - ... úti er ævintýri!

Jæja vinir og vandamenn nær og fjær.. við stöllurnar erum komnar til landsins heilar á húfi og sprelllifandi :)

Þegar leiðir okkar skildu síðast vorum við í afslappelsi á Mombasa, liggjandi á hvítri strönd með útsýni yfir Indlandshafið og hafgoluna leikandi við bíkíniklædda kroppana. Okkur til mikillar gleði var boðið upp á skemmtiatriði á ströndinni en nágrannar okkar á Mombasa sáu um þann part af prógramminu. Hópurinn samanstóð af 6 nunnum, tveimur karlmönnum og litlum svörtum dreng sem þau voru með undir sínum verndarvæng. Nunnurnar voru afskaplega heillaðar af sjónum og eyddu heilu og hálfu dögunum busslandi í honum í  fullum nunnuklæðaskrúða (kjólar, höfuðklæði og bara allur pakkinn), með risastóra gúmmíkúta um sig miðja. Það var alveg frábært að fylgjast með þeim velkjast um í Indlandshafinu eins og korktappar - skríkjandi, hlæjandi og gólandi af kátinu – já þær kunnu sko sannarlega að meta hafið. Við vissum ekki hvaðan á okkur stóð veðrið einn daginn þegar við lágum í mestum makindum og hálf meðvitundalausar af leti því eins og hendi væri veifað kom eitt stykki nunna á harðahlaupum fram hjá okkur eins og hún ætti lífið að leysa og endaði þessi hlaupatími hennar að sjálfsögðu í sjónum með tilheyrandi gleði eins og nunnunum einum er lagið. Reyndar fór mestur tíminn hjá okkur að velta fyrir okkur hvernig karlarnir tengdust nunnunum og hvernig barnið kom svo inn í myndina.. en við komumst ekki að neinni niðurstöðu um það málið… uppástungur eru vel þegnar.

Dvölin á Mombasa var kærkomin hvíld fyrir sálartetrin okkar og nauðsynlegur tími til þess að hlaða batterín sem voru alveg á síðustu dropunum. Mikilvægustu ákvarðanirnar sem maður þurfti að taka á daginn voru hvenær maður ætti að snúa sér við í sólbaðinu eða hvort maður ætti að fá sér kók eða bjór með matnum…. Ekki slæmt. Fyrir utan að liggja í sólbaði og gösslast í sjónum tóku nokkrar sig til og kíktu á mannlífið í Mombasa og versluðu inn í búið – því eitthvað þurftum við jú að borða… og drekka J Einnig fóru allir nema ég (Helga) og Lilja í vatnasafarí á bát sem hékk saman á lyginni einni saman (eins og Elva myndi orða það).. og þetta varð hin mesta svaðilför þar sem sjórinn var eitthvað geðillur og lét öldurnar skella á bátsgreyinu sem var kannski ekki alveg í stakk búinn til þess að þola geðvonskukastið. Stelpunum var hætt að lítast á blikuna á tímabili og var þá öllum hent í björgunarvesti og Þórey ákvað nú að taka enga sénsa og skellti sér í blöðkurnar til þess að vera alveg örugg. Á þessum tímapunkti voru að mér skildist flestir orðnir vel grænir í framan af sjóveiki og vanlíðan. Sassalaggabimm. En allt fór þetta vel að lokum og stúlkurnar skemmtu sér vel snorklandi meðal furðufiska og vatnavera. Ferðin var svo fullkomnuð með girnilegu sjávarréttarhlaðborði þar sem þær létu til sín taka.

Eitt kvöldið var okkur svo boðið heim til eiganda húsanna á ströndinni en hann heitir Fransic og er algjör viskubrunnur karlgarmurinn. Hann leiddi okkur út um allt hús, sýndi okkur myndir og sagði sögur af því sem á daga hans hafði drifið á milli þess sem hann bauð okkur drykki, kókoshnetur og mango… mmmmmm – ekki leiðinlegt.

Lifið á Mombasa var sérlega yndislegt – þar lifðum við nokkurn veginn í sátt og samlyndi við aðra íbúa hússins sem voru aðallega eðlur, köngulær, risastór svört margfætlukvikindi með rauða fætur sem spýttu út úr sér húðertandi efni og síðast en ekki síst okkar elskulegu moskítóflugur en þeirra verður sárt saknað þegar heim á klakann er komið ( .. eða ekki)… Hins vegar var einn minnihlutahópur á heimilinu sem fékk heldur slæma útreið en það voru blessuðu kakkalakkarnir. Stína tók hamskiptum og tók að sér að vera skordýrabani hópsins. Það er ekki hægt að segja annað en að stelpan hafi lifað sig inn í hlutverkið, kellan var í viðbragðsstöðu og með spreyið á lofti næstum því alla ferðina og kakkalakkarnir áttu ekki roð í hana. Hún gæti sko vel gefið út leiðavísi (Hvernig drepa skal skodýr á augnabliki) heima eftir þessa skordýradrápsreynslu sína enda búin að stúddera hreyfingar og hugsunarhátt skordýranna í þaula í Mombasa.

En allir hlutir taka enda, bæði góðir og slæmir, og kom því sú stund að við þurftum að taka saman föggur okkar og halda af stað heim til Nairobi með FLUGVÉLINNI (nema Kolla sem fór með rútunni ásamt vini okkar). Við ákváðum að vera assgoti jákvæðar og gefa flugfélaginu annan séns en viti menn – seinkun, seinkun, seinkun.. sem gerði okkur fremur húmorslausar og gerði það ennfremur að verkum að við lentum ekki í Nairobi fyrr en um miðnætti.(.. en við lentum þó sem er jákvætt). Þegar við reyndum að fá útskýringar á því af hverju vélin var svona sein var fátt um svör. Við reyndum þá að segja þeim að við vildum vita ef vélin væri eitthvað biluð því við hefðum verið hætt komnar fyrr í vikunni þegar vélin sem við hefðum flogið með hefði bilað og við næstum dáið..en þá var nú bara hlegið að okkur og sagt að atvikið hefði nú bara verið minor technical problem.. HA? HEYRÐUM VIÐ RÉTT? MINOR TECHNICAL PROBLEM!!!!! Þetta var nú bara háspenna – lífshætta fyrir okkur!

En þegar flugið okkar varð ,,loksins,, ad veruleika heyrðist varla bofs í okkur alla leiðina.. allir voða uppteknir við að lesa bækur eða dunda sér í einhverju öðru en í raun vorum við flestar assgoti skelkaðar enda skildi hin margrómaða örlagaríka flugferð eftir sig blett á sálinni... við vorum því afskaplega glaðar og hamingjusamar þegar við lentum loksins í Nairobi sprelllifandi og sólbrúnar Cool 

Daginn eftir, 15. júni, var komið að heimferð. Dagurinn fór mestmegnis í að klára að verlsa það sem átti eftir að versla og gera það sem átti eftir að gera.  Við náðum flestar að kaupa aðeins meira til þess að setja í ferðatöskurnar – sem máttu þó ekki við því vegna yfirþyngdar J. Lilja, Kolla, Elva og ég eyddum fyrri part dagsins á bjútísaloninu þar sem hárið á okkur var fléttað og neglurnar snyrtar og ég veit ekki hvað og hvað. Elva greyið sat samt lengst af okkur öllum enda var hún að láta flétta alla kolluna á sér (og bæta við gervihári) og það er ekki hægt að segja að stúlkan sú sé þunnhærð… Í 6 eða 7 tíma sat hún og kvaldist vegna hártogs enda voru 3 konur settar í fléttuverkið svo því yrði nú lokið fyrir næstu aldamót – já, það er segin saga að bjútí is pain!! Um kaffileytið hittumst við allar á Java (nema Elva sem var ennþá í pyntingartímanum) og þar fékk ég óvænta afmælisveislu frá stelpnunum (ég fæddist víst þennan dag fyrir 24 árum síðan). Þær höfðu látið skrifa TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN HELGA á upphalds súkkulaðikökuna mína á Java og sungu svo fyrir mig afmælissönginn með því tilþrifum og englaröddu.. jii, ég varð nú aldeilis hlessa og glöð yfir þessari uppákomu. Eftir að hafa troðið í okkur kökunni, sem var nógu stór og mikil til þess að fæða heilan her, mættu Linette og hinar barnapíurnar frá NAKURU á svæðið og höfðu þær með sér sérsaumuðu kjólana okkar sem við höfum pantað í Nakuru. Við spjölluðum við í smá stund og kvöddum svo enda margt sem átti eftir að gera á allt of stuttum tíma.

Klukkan hálf sjö var komið að síðustu kvöldmáltíðinni sem við eyddum á hóteli nokkru (.. og þar var sko gott að borða)  ásamt læknanemahópnum sem er úti núna ( Harpa, Helga og þær), norsku læknanemapari og síðan kom hann Jonah kallinn og kvaddi okkur. Þar fékk ég þennan líka fína, áletraða bikar í afmælisgjöf frá stelpunum – þær höfðu farið á markaðinn og prúttað um bikarinn.. þetta kunna þær stelpurnar.. J Síðan var brunað aftur til baka í Upphæðir til þess að sækja allt okkar hafurtask enda styttist óðum í flugferðina löngu. Upphæðir og starfsfólk þess var svo kvatt með tregatárum enda er staðurinn búinn að vera heimili okkar síðasta mánuðinn. Eftir myndatöku með Upphæðastaffinu og dramatíska kveðjustund náðum við með einhverju stórfurðulegu kraftaverki að troða okkur og farangrinum í einn sendiferðabíl - reyndar sátum við kramdar eins og sardínur í dós og það hefði ekki komist eitt rykkorn til viðbótar í bílinn J en þröngt mega sáttir sitja og við lifðum bílferðina á flugvöllinn af …

 

Flugferðin til London gekk bara nokkuð vel. Reyndar var þotan svo hrikalega stór sem við flugum með að biðsalurinn fyrir flugið minnti einna helst á Þjóðhátið í Eyjum – slíkur var mannfjöldinn í salnum. Flugið sjálft var alveg ljómandi ágætt – hristingur hér og þar – en það fylgir víst bara. Í London skildu svo leiðir, ég fór heim til Íslands með hádegisfluginu en hinar dömurnar eyddu deginum í London og tóku kvöldflugið heim. Við lentum allar í töluverðu brasi við að tékka okkur inn enda var yfirþyngdin heldur mikil en stelpurnar brugðu þá bara á það ráð að klæða sig í fötin til þess að létta á ferðatöskunni – þetta snýst allt um að redda sér!!! J

  

Við viljum þakka öllum sem hafa fylgst með okkur í Kenya kærlega fyrir – það hefur bæði komið okkur á óvart og verið okkur mikils virði að sjá hve margir fylgdust með ævintýrum okkar og hafa commentað á síðuna. Við urðum vitni af hræðilegum mannréttindarbrotum og það var erfitt að horfa upp á alla þá fátækt og eymd sem margt fólk býr við þarna úti. En við sáum líka sitthvað gott og jákvætt og lærðum án efa að meta það sem við eigum svo miklu miklu betur eftir þessa dvöl okkar úti - það að hafa rennandi ferskt vatn, hrein föt, stað til þess að sofa á og fá næringu í kroppinn er eitthvað sem ekki er sjálfsagt og sjálfgefið. Við munum búa að þessari reynslu um aldur og ævi og hún mun klárlega koma sér vel í náminu okkar og hjúkrunarstarfinu í framtíðinni.

Við viljum líka þakka styrktaraðilum okkar, sem gerðu ferðina að veruleika, innilega fyrir hjálpina. Takk, takk, takk.  

 

Að lokum viljum við þakka öllum þeim sem lögðu okkur lið við sjúkrabílasöfnunina – þið eigið hrós og heiður skilið. Sjúkrabílakaupin munu skýrast á næstu dögum og við munum láta ykkur vita með gang mála þannig ekki hætta að kíkja hérna inn.. við ætlum að halda síðunni gangandi þar til sjúkrabíllinn er kominn í hús J

 

Takk fyrir allt, hafið það gott, elskið hvort annað og njótið sumarsins,

 

Fyrir hönd Hjúkrun í Kenya,

Helga

 

"Eru thetta endalokin???"

 Loksins var komid ad thvi sem vid hofdum allar bedid eftir med othreygju, s.s. ad komast til Mombasa og worka tanid loksins almennilega med pina colada i annari og solaroliu i hinni. Vid voknudum eldsnemma a sunnudagsmorgninum og Moses vinur okkur skutladi okkur a vollinn. Pollrolega tekkudum vid okkur inn, fengum okkur hressingu og bidum eftir fluginu, svona frekar threyttar og mygladar eitthvad. Jaeja loksins var okkur hleypt ut i vel og vid settumst nidur fremst i velina a moti flugfreyjunni. Thad fyrst sem Halldora og Lilja taka eftir var stor oliupollur undir haegri hreyflinum en vid erum ordnar svo godar i pollyonuleiknum ad vid vorum vissar um ad thetta vaeri ekkert athugavert. Fleygar setninga byrjudu svo ad ganga i milli Islendinganna 8 i velinni eins og "Thetta aetladi eg nu aldrei ad gera, fljuga innandlands med Afrisku flugfelagi", "Eg meina ef thad gerist eitthvad ad tha erum vid bara daudar hvort sem er og vid getum ekkert gert i thvi" og "Hey! eru thessi oryggistbelti thannig ad madur getur skotid ser ur velinni ef hun hrapar". Jaeja velin hof sig til lofts med undarlegum hljodum ad okkur fannst en flugfreyjan sagdi ad thetta vaeri hljodid ur skyjunum...uhmm?...okay tha!. Eg og Helga horfdum svo a hvor adra og settum upp skritin svip thar sem thad var byrjud ad koma undarleg lykt i velinni. Tharna vorum vid naestum thvi komnar uppi flughaed. Naesta sem vid tokum eftir er hvitur reykur sem kemur ur loftraestibunadinum og fyllti velina af reyk og brennslulykt a No time!. SHIT SHIT SHIT!!! HVAD ER AD GERAST STELPUR!!. Flugfreyjan spratt upp ur saetinu sinu med panic svip!!. Halldoru var litid ut um gluggann og hreyfillinn var STOPP!. Tha hljop flugfreyjan aftur fram og kalladi til half tomrar velarinnar "Everybody bend down, take the braze position!!!"(eins og madur a ad gera a oryggisspjaldinu thid vitid).Flugfreyjan bad lika alla um ad setja eitthvad fyrir vit sin thvi engar surefnisgrimur voru i velinni.  Islendingarnir vildu natturulega fa skyringu a thessum adstaedum og Kolla hropadi i sifellu "What is the problem!! I demand an explanation!!!" og Thorey var a hinum endanum aepandi "Are we gona land on the ground!! on the ground!!?? ON THE GROUND!!?????" Flugthjonninn vid Thorey: YES!, ON THE GROUND!. En ekki hvar?? hehe. Enn var ekki komin timi fyrir hlatur thvi velin var enn full af reyk en fljotlega saum vid tho ad vid svifum i loftinu og vorum mjog naleagt jordinni svo vid litum tha a hvor adra og brutust ut mjog taugaveiklud hlaturskost, ja thau voru mjog taugatryllt en eg held ad vid allar, nema stina sem var mjog yfirvegud, hofum fengid nett taugaafall. Allavega vorum vid sammala um thad ad i nokkrar sekundur hugsadi madur hvort thetta yrdu endalokin fyrir Hjukrun i Kenya. Allt i einu vorum vid bara lent aftur i Nairobi, ollum til mikillar anaegu og vid vorum svo fegnar ad vera a lifi og a jordu nidri ad vid logdumst allar a baen fyrir utan velina og kysstum skituga flugbrautina:). Um leid og vid stigum svo inni flugstodina var okkur tilkynnt ad vid fengum okeypis veitingar og svo ad naesta flug vaeri kl 12:40.....ja NEI TAKK!!. Vid vorum sko ekki alveg i standi til ad fara ad hoppa uppi vel strax og byrjudu nu miklar vangaveltur um hvad gera skyldi. Vid forum aftur a Upper Hill og eftir mikid hringl fram og til baka akvadum vid ad taka kvoldflugid en vid hofdum lika velt fyrir okkur theim moguleika ad taka Matatu bil en um thessar mundir er thad ekki mjog oruggt vegna Mungiki klikunnar sem vedur uppi!. Nuna erum vid allar mjog fegnar ad hafa tekid tha akvordun ad fljuga thvi nuna erum vid ad staddar i algjori paradis a jordu, Mombasa, og erum ad vinna i thvi ad jafna ut verkamannabrunku sidastlidina vikna.

Vid s.s. lifum herna i vellystingum, med einkastrond uti i gardi, okkar eigin hus ca. 5 metrum fyrir ofan strondina,i glampandi sol og steikjandi hita. Fra husinu okkar er ca. klukkutima akstur til borgarinnar (Mombasa) en flestar okkar vilja nu kuppla sig ut ur ollum asa borgarlifsins herna i Kenya og kjosa ad njota fridsaeldarinnar og kyrrdarinnar i sveitinni.

Vid erum svo uppteknar ad thvi ad slaka a ad vid getum ekki lofad eins oflugu bloggi en vid munum tho lata i okkur heyra adur en vid fljugum heim. 

Godar stundir

Thorey, Halldora og Hlin (Aftur:)


Heimskur sem Gnir

Saelt veri folkid...

Sma yfirlit yfir sidustu daga; A laugardaginn sidasta var buid a skipuleggja ferd fyrir ABC bornin, sem nu eru ordin 105 alls. En adur en vid forum hafdi Netbankinn styrkt okkur um pening sem vid akvadum ad faeri eingongu til ABC her i kenya...og akvadum vid ad eyda hluta peningsins i ad gera bornunum gladan dag. Vid hittum tau i Nairobi National Park og forum i Animal Orphinage, tar sem vid gengum um gardin og saum m.a. flodhesta, struta, nashyrninga, krokodila, columbus apa, bongo og sidast en ekki sist Gn'i (Ganoo)...en teir eru halfgerd hirdfifl i dyrarikinu enda sogd vera sett saman ur varahlutum (hafa td. rass fra hyenu) og eru med endaemum heimskir. Afkvaemin turfa ad laera ad ganga innan 30 min fra faedingu svo modirin gleymi tvi ekki a stadnum...hehe.

Eftir gardin uthlutudum vid 130 heimasmurdum samlokum, en vid hofdum vaknad fyrir allar aldir og setid sveittar a Upper Hill vid smurningar. Vid hofdum svo tekid med okkur snu snu bond, bolta, tennisspada, frisbi diska og tveir menn fengnir til ad mala krakkana i framan (og thad er sko miklu flottara her heldur en heima, bornin her eru notla svort og thau eru malud i ollum regnboganslitum).Eftir nesti og utileiki forum vid svo med krakkana ad sja Bomas of Kenya en thad er syning thar sem ad hver aettbalkur er med eitt atridi sem samanstendur venjulega af song, dansi og gridarlega fagmannlegum rassahristingum. Ja thetta var skemmtilegur dagur sem vid attum tharna med ABC krokkunum og vonandi lifir hann i minningunni baedi hja theim og okkur.

Eftir thetta tokum vid nokkrar leigara (Torey, Halldora og Stina) a svokallada Tusker safari sevens en thad er international rugby keppni. Tharna kepptu lid medal annars fra Japan, sudur afriku, Uganda, Bristol University og Zimbabwe. Thad var gridarleg stemming tharna a vellinum, minnti skemmtilega mikid a utihatid heima a islandi. Thad aetladi svo allt um koll ad keyra i stukunni thegar Kenya keppti a moti Japan og i hvert skipti sem Kenyamenn skorudu gargadi mugurinn "we want another one, just like the other one" svo var fananum flaggad ospart.

Um kvoldid skall svo a su mesta rigning sem vid hofum upplifad a aevinni med tilheyrandi thrumum og eldingum. Vid vorum enn a Tusker hatidinni og nu var hun sko alveg eins og ekta islensk utihatid. Svo vid holdum afram ad fraeda ykkur kaeru lesendur um astandid her i kenya ad tha olli thetta ovedur thvi ad veggur i einu slum-i fell og drap 13 manns og misstu mjog margar fjolskyldur heimili sin. En eins og thid getid imyndad ykkur ad tha eru barujarnskofanir i slummunum ekkert verkfraediundur. Fyrst vid erum byrjadar ad tha getum vid sagt fra thvi ad Mungiki klikan gengur enn lausum hala her i landi og er vist ad steypa rikistjorninni af stoli med thvi ad myrda loggur og hraeda almenning. Loggan er thvi ad taka mjog hart a thessu mali og gengur mjog akvedin til verks og hefur nu thegar handtekid 400 grunada Mungiki medlimi, en thetta eru vist gridarlega stor og oflug samtok (mafia). Thad fyrsta sem vid gerum nuna a morgnanna er ad kaupa the standard eda daily nation thar sem ad forsidufrettin snyst alltaf um Mungiki stridid.

 Kvedja fra steikjandi sol i Mombasa

Thorey, Halldora og Hlin 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband