Við erum hér ennþá....og myndir komnar

Við afsökum það að hafa ekkert bloggað í alltof alltof langan tíma..

Bílamálin eru í fullum gangi og erum við um það bil að taka ákvörðun og látum við vita um leið og hún hefur verið tekin endanlega.
Dagarnir líða og við hreinlega trúum því ekki að það séu 75 dagar síðan við lögðum af stað til Afríku og út í þetta ævintýri okkar. Já sannkallað ævintýri.... Eins og segir hér að neðan þá munum við fylgja þessu verkefni okkar eftir, bæði með því að halda fyrirlestur og vera stuðningur fyrir þá sem eftir okkur vilja koma.
Við viljum enn og aftur þakka fyrir þessar góðu viðtökur okkar og koma því á framfæri að okkur finnst alveg rosalega gaman að sjá hvað margir hafa viljað fylgjast með okkur. Það er svo margt sem við lærðum á þessum tíma og mikið sem við viljum deila með ykkur.

Það eru komnar inn myndir, þó eru þær ekkert í líkingu við fjöldann allan af myndunum sem við tókum og munum við birta fleiri eins fljótt og við getum. Njótið vel það gerðum við.

PS: ég minni þá á sem eru rétt að kíkja hingað inn fyrst núna að lesa færslurnar okkar því þær eru virkilega ævintýralegar og á stundum ótrúlegar. Sem dæmi, nauðlending flugvélar, hryllilegar aðstæður á fæðingardeild, lýsing á fátækrahverfunum í Nairobi o.fl.

Kveðja Hjúkrun í kenya


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæ hæ

Ofboðslega er gaman að fá að fylgjast með því góða starfi sem þið greinilega eruð að vinna. Ég reyndar var bara að rekast á bloggið ykkar núna en er hjúkrunarfræðingur sjálf og hef alvarlega verið að velta fyrir mér undanfarið að koma mér einhvert í hjálparstarf.

Eruð þið eingöngu að vinna á spítala eða eruð þið eitthvað að vinna í sambandi við heilsugæslu eða heimahjúkrun ? Eruð þið á vegum Rauða Krossins ?

Bestu kveðjur ........

ég (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 23:43

2 identicon

Sæl til baka!!

Við erum í hjúkrunarfræðinámi, og sumar vinna með skólanum, einhverjar breytingar eru á starfshögum og get ég ekki alveg svarað þér hvar við munum vinna.

Veit bara um eina sem tengist Rauða Krossinum úr okkar hópi.

Þarna úti vorum við á vegum danskra læknanemasamtaka sem við höfðum uppi á í gegnum eina sem þekkti til. Og síðan voru þessi læknanemasamtök í samstarfi við innanbúðarsamtök sem heita Provide International. Við unnum fyrir þessi samtök á heilsugæslustöðvum í fátækrahverfunum Nairobi, en svo fengum við einnig þau forréttindi að starfa í Nakuru fyrir Glaxo Smith og Kline og í ABC barnahjálpinni þegar við vorum ekki að vinna fyrir Provide International.

Ég mæli eindregið með að fara í hjálparstarf af einhverju tagi, þetta er alveg ótrúlega gaman og ævintýri líkast.

Ef þig langar til að vita meira endilega sendu tölvupóst á mig.

Kv

Kolbrún Sara

Kollan (IP-tala skráð) 1.9.2007 kl. 17:19

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og sextán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband