7.5.2007 | 17:29
Afdrifaríkur dagur
Í dag eftir ánægulegan morgun í handlæknisfræðiprófi hittumst við í kjallaranum hjá Hlín þar sem hjúkrunavörulagerinn okkar er. En fyrir þá sem ekki vita þá höfum við fengið í kring um 200kg af hjúkrunarvörum til að taka með okkur út til að afhenda heilsugæslustöðvum Provide í Kibera. Það má m.a. nefna gifs, fæðingarhaka, barkaslöngur, hanska, ýmsar tegundir af sáraumbúðum, barnaskyrtur og það mætti telja endalaust. Þetta fór í tæplega 40 kassa (þökkum kassagerðinni fyrir þá) og tekur upp heilt herbergi í kjallaranum hjá Hlín.
Þetta verður sent út á undan okkur í byrjun næstu viku af öðlingunum hjá DHL og megum við eiga von á því að fá þetta til okkar nokkrum dögum eftir að við komum. Annars brá okkur öllum í brún áðan þegar við komumst að því að við erum að fara út á fimmtudaginn í næstu viku. Öll þessi undirbúningsvinna tekur á enda og aðalmálið byrjar. Síðustu mánuðir hafa einkennst af símtölum, e-mailum, bólusetningum, ótrúlega skemmtilegum fundum og síðustu metrana neyðumst við að hafa nefið á kafi í skólabókum; bara 2 próf eftir
Áður en allt var komið í kassa og bakhlutinn á Elvu.
Helga, Þórey og Lilja að stafla kössum.
-Halldóra
Athugasemdir
Meira hvað maður tekur sig vel út
Liljan (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 14:58
Gangi ykkur vel í útlandinu :)
Kv Kittý
p.s.. ég þekki Hlín :D
Kittý Sveins, 8.5.2007 kl. 21:36
Sælar.
Var að enda við að skrifa í gestabókina á hinni síðunni ykkar. Þá sá ég þessa
Frábært að þið gátuð sent allt línið út, enda ekki vanþörf á þarna úti.
Vonandi sjáumst við svo úti í Nairobi, við verðum allavega í sambandi.
Harpa
(í hópnum á eftir ykkur )
Harpa (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 10:52
Vildi bara óska ykkur góðrar ferðar.... frábært framlag hjá ykkur!
Gangi ykkur alveg svakalega vel og njótið mánaðarins í þessum framandi menningarheimi!
Mun hugsa mikið til ykkar... og skoða bloggið náttúrulega mjög oft!
Kveðja Harpa Rut... frænka Kristínar (Stínu) ;)
Harpa Rut (IP-tala skráð) 12.5.2007 kl. 14:03
Gangi ykkur rosalega vel stelpur-- ótrúlegur dugnaður og ævintýramennska sem þið megið vera stoltar af Hlakka til að fylgjast með hér á síðunni.
Góða ferð ! Kveðja Hugrún
Hugrún Hauksdóttir (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 15:13
Mér finnst þetta frábær hugmynd hjá ykkur að gera þetta. Ég hlakka mikið til að fylgjast með ykkur á þessari síðu. Gangi ykkur sem allra best:)
Ásdís Ingimarsdóttir (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 17:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning