Fyrirlestrar á fyrirlestra ofan!

Við stelpurnar erum búnar að vera frekar bissí í fyrirlestrum og hefur rómur okkur farið víða (..eða þannig!) Við héldum fyrirlesturinn í Öskju um daginn og gekk bara vel. Við höfðum frá svo SVAKALEGA mörgu að segja að fundurinn var aðeins í lengri kantinum og við buðum ekki upp á neinar veitingar, sem er bara skandall! Takk samt til þeirra sem kíktu á okkurInLove Jonah sýndi myndbandið sitt og erum við ekki frá því að það hafi bara gert ágæta hluti. Við vorum svo "gestafyrirlesarar" í heilsugæsluhjúkrun 4. árs hjúkrunarfræðinema, sem var líka flott. Þar urðu reyndar örlitlir tækniörðugleikar svo við höfðum knappan tíma og kom það sér vel að geta talað hratt..við höfum jú frá svo mörgu að segja..! Rúsínan í pylsuendanum var svo létt og skemmtileg heimsókn í Glaxo Smith Klein (sem styrktu okkur og "sendu" okkur í frábæra ferð til Nakuru í Kenýa) þar sem við héldum stutta tölu um ferðina og þáðum pizzur. Það skemmtilegasta við að fara í Glaxo var  fjölskyldustemningin sem þar var, en krakkar koma oft með fyndnustu spurningarnar. Og talandi um spurningar, alveg er það frábært hvað fólk er óhrætt við að spyrja á fyrirlestrum. Við tökum ofan fyrir ykkur, ekki allir sem geta það..en frábært fyrir okkurW00t

 Jonah er enn í Evrópurúntinum sínum að safna fé og má koma því að, að KB banki styrkti nýverið verkefnið svo við erum skrefi nær því að kaupa nýjan sjúkrabíl fyrir íbúa fátækrahverfisins. 

 Látum ykkur vita þegar fréttir berast af sjúkrabílnum.

 Við stelpurnar erum svo bara á fullu í verknámi og verkefnum og umræðufundum vegna verkefna.. að ógleymdum dæmatímum! Svo það er bara nóg að geraCool

 Hafið það gott og fylgist með,

 Liljan 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Voruð ekkert smá glæsilegir gestafyrirlesarar;)

Ásta Lovísa (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 15:00

2 identicon

Takk fyrir það Ásta

Þið voruð líka yndislegir áheyrendur

Liljan (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og fjórum?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband