ekki á morgun heldur hinn!

 Núna er einungis einn dagur í brottför og prófin loksins búin. Hjúkrunarfræðibekkurinn skellti sér saman í sumarbústað í gær. Það var yndislegt að liggja í pottinum í æðislegu veðri og þurfa ekkert að spá í lærdóminn. Dagurinn í dag og morgundagurinn einkennast af þeytingi hingað og þangað, redda því sem eftir á að redda, pakka og láta okkur hlakka  til. DHL bankaði upp á hjá mér í dag og sótti allar hjúkrunarvörurnar foreldrum mínum til mikillar ánægju. Þetta var búið að taka upp ansi mikið pláss hérna í kjallaranum enda ekkert smá mikið af dóti sem við höfum fengið gefins frá hinum ýmsu fyrirtækjum. Við höfum verið að tala um það undanfarið hversu vel fólk og fyrirtæki hafa brugðist við þessum plönum hjá okkur. Allir eru tilbúnir til þess að aðstoða okkur í einu og öllu hvort sem það er með peningumstyrk, vörum eða góðum ábendingum og ráðleggingum. Það er ykkur öllum að þakka að þessi draumur er að verða að veruleika.

Í dag bættist enn einn styrktaraðili á listann hjá okkur og er það Netbankinn. Netbankinn styrkir einmitt ABC barnahjálp sem er með starfsemi í Nairobi. Þeir bjóða mjög sniðuga vöru sem er ABC debet og kretedkortin sem ég hvet alla til þess að verða sér út um og styrkja þannig gott málefni. Við höfum verið í sambandi við hana Þórunni sem sér um ABC barnahjálpina í Nairobi og ætlum að kíkja til hennar, kynna okkur starfið sem ABC er með í Nairobi og reyna eitthvað að aðstoða hana.

logo_NB_kemuraovart_1.jpg

Nú held ég áfram að pakka niður, takk fyrir að fylgjast með. Hlín

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Hlín og vinkonur.

Rosalega er þetta flott hjá ykkur.

Greinilegt að þið hafið lagt mikla vinnu í þetta. Frábært hvað það eru mörg fyrirtæki sem styðja ykkur.

Hlakka til að fylgjast með ykkur hérna á síðunni.

Hilsen Ásta Birna

Ásta Birna (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 18:48

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og núlli?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband