Liljaþórunn: Þá fer að líða að þessu..

Rétt 5 klukkutímar þar til ég þarf að rífa mig fram úr á hnakkadrambinu til að skröltast út á völl til að fara til KENYA!! Við fengum staðfestingu á því að þessi ferð yrði að veruleika í janúar, síðan þá hefur tíminn ekki flogið heldur gert eitthvað allt annað..eitthvað sem við höfum sennilega ekki orð yfir því vísindin hafa ekki fleygt okkur það langt ennþá. Stjarnfræðilegt verður að duga!

 Kannski ekki úr vegi að fara yfir hópinn sem er að leggja í þessa ferð með mér.

 Helga er ein fyndnasta manneskja sem ég þekki, frasarnir sem koma upp úr henni hafa komið mér til að blóðroðna, svelgjast á mat og gráta bókstaflega úr hlátri. Þetta er samviskusamasta manneskjan í hópnum og ein sú hjartahreinasta sem til er á þessari jörð. Helga myndi aldrei gera flugu mein og hugsar vel um alla í kringum sig.

 Kristín er úr sveitinni og það sést best á því hvað hún er ótrúlega dugleg týpa. Vesen er ekki til í hennar orðaforða, 'ekkert mál' og 'redda því' á betur við hana. Hún Stína er fyrrum íslandsmeistari í spretthlaupi og fer rómur hennar víða! Stína greip það á lofti þegar það barst til tals að fara á hestbak í Karen enda vanur hestamaður á ferð. Ég þekki ekki marga sem fá fallegt folald í jólagjöf en ég væri til í að vera ein þeirra, )

 Þórey og ég kynntumst á sundæfingu hjá Ægi fyrir X mörgum árum síðan. Ætli við höfum ekki verið um 6 ára.. Við töpuðum þræðinum þegar sameiginlegt axlarvandamál ýtti okkur upp úr og við fórum í sitt hvorn menntaskólann. Í hjúkkunni fundum við hvor aðra og hefur lífið verið gott síðan! Þórey er skipulagið sem heldur okkur saman og hárliturinn kemur henni langt. Hún er ljúf og góð en ég sæi hana seint láta óréttlæti yfir sig ganga.

Kolla kemur frá Húsavík og er aldursforsetinn í hópnum (skiptir ekki nokkru máli en mér fannst það fyndið þegar hún benti á það!). Kolla er vinur vina sinna og er dugleg að rækta vinskapinn. Ég hugsa að við losnum seint við hana sem er bara gott,) Kolla fræðir okkur óspart um hljómsveitir og blöð frá sinni heimasveit og ég reyni að glápa ekki um of þegar hún kemur með nýjan fróðleik..ég á nú að vita þetta, hálfur Ólafsfirðingur (ekki svo langt frá Húsavík!).

Elva Dögg kemur frá Selfossi og hún er hestakona! Eyddi heilu sumri í einhverju hesthúsi út í Þýskalandi! Hún hræðist ekkert nema snáka og er lík Stínu um það að, það er ekki til neitt sem heitir vandamál..því er bara reddað. Ótrúlega ljúf og góð manneskja þar á ferð. Elva setti saman útbúnaðarlista fyrir okkur, enda skáti, og kom okkur öllum á óvart með baðtappanum sem var víst algjört möst að taka með. Ég gleymdi víst að redda honum..

Halldóra..Halldóra! Ég fæ stundum á tilfinninguna að hún Halldóra hljóti að þekkja ALLA. Svipaður fílingur að rölta með henni einhvers staðar og að fara með afa í Kolaportið! Halldóra er ótrúlega vinamörg og kemur það engum á óvart sem þekkja hana. Hún hefur gert ótalmargt og er hafsjór af sögum. Hver getur t.d. státað af því að hafa farið á kafaranámskeið og rekið upp í fjöru í Nauthólsvíkinni? Ekki margir..!

 Hlín er sú síðasta en ekki sísta! Ég veit ekki hvar við værum ef Hlín væri ekki með! Sú hélt aldeilis utan um skipulagið og passaði upp á að hver gerði sitt. Ef einhver hafði yfirsýn yfir þetta risa batterí sem þessi ferð er orðin, var það hún Hlín mín! Hlín er sú eina sem getur sagt að hún hafi eytt sumri á hjúkrunarheimili í Dannmörku. Þar hefur hún plummað sig vel því indælli manneskju er erfitt að finna.

Ég? Ég held að ég sé soldið spes..læt aðra dæma um það!

Annars er frábært hvað við höfum náð saman. Við þekktumst ekki vel áður en þetta verkefni okkar dró okkur saman en nú hefur myndast vinátta sem mun lifa út lífið! Það er æðislegt hvað allir hafa lagt sig fram til þess að gera þessa ferð að raunveruleika. Allir unnu eins og þeir gátu og engin sigldi með án þess að leggja sitt af mörkum. Þannig getum við verið enn stoltari af framtaki okkar, því það var sameiginlegt.

Jæja, ég held það sé kominn háttatími á mína, vona að þið hafið það gott sem fylgist með okkur og endilega skrifið nú í komment/gestabók og látið vita af ykkur. Eins ef þið hafið einhverjar spurningar, ekki hika við að koma þeim á framfæri.

Góða nótt..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lilja er með hjarta úr gulli, hún er einlæg með eindæmum og heillar alla upp úr skónum með sínum einstaka sjarma. Hún er einbeitt í því sem hún tekur sér fyrir hendur og gerir það ávallt vel, enda ekki að ástæðulausu að hún fékk alltaf mætingarverðlaunin hjá Geira á sínum tíma;). Ég veit að við kenýafarar eigum eftir að haldast vinkonur um ókomna tíð því Lilja mun alltaf sjá okkur fyrir húsnæði til að hittast og eta, drekka og vera glaðar saman eins og við erum bestar í. Vinnum sko alltaf gullið í því;)

Hlakka til að sjá þig og ykkur allar á flugvellinum í fyrramálið og hefja þetta ævintýri sem er búið að bíða okkar síðan í janúar.

Þórey

Þórey (IP-tala skráð) 17.5.2007 kl. 00:25

2 identicon

Þetta verður án efa mikið ævintýri fyrir ykkur, þið eruð greinilega allar hörkuduglegar og eigið eftir að láta gott af ykkur leiða. Vonandi getið þið bloggað reglulega svo hægt sé að fylgjast með ykkur.

Góða ferð og Guð veri með ykkur.

Erla (mamma Kristínar)

Erla-mamma Kristínar (IP-tala skráð) 17.5.2007 kl. 01:07

3 identicon

 Þetta er ekkert smá spennandi. Verður án efa æðislegt:) Þið verðið svo duglegar að blogga til að maður sakni ykkar aðeins minna.

Góða ferð og njótið þess að ævintýrið er loksins að byrja

 kveðja

 Þóra Björt (vinkona Helgu og Lilju)

Þóra Björt (IP-tala skráð) 17.5.2007 kl. 10:28

4 identicon

Góða ferð. Ég fylgist spennt með ykkur.

Guðrún Sella (IP-tala skráð) 17.5.2007 kl. 12:26

5 identicon

Ég skrifa bara hérna líka

Gangi ykkur ótrúlega vel og passið vel upp á hver aðra. Ég hlakka til að lesa bloggið ykkar á meðan þið eruð úti og fylgjast með ævintýrinu ykkar úr fjarlægð

Kv. Sigríður

Sigríður (IP-tala skráð) 17.5.2007 kl. 12:47

6 identicon

Sælar!

Ég er búin að vera með hnút í maganum í allan dag og hann er ekkert að minnka.  Hann hverfur að öllum líkindum ekki fyrr en Halldóra mín (og þið allar) er komin heim aftur. 

Veriði duglegar að láta vita af ykkur og Halldóra mín, við söknum þín og hugsum til þín!

Rósa, stóra systir, og fjölskylda.

Rósa Hrönn Ögmundsdóttir (IP-tala skráð) 17.5.2007 kl. 19:47

7 identicon

Góða ferð stelpur mínar og fariði varlega! Hlakk til að fylgjast með ykkur og enþá meira til að fá ykkur heilar aftur heim;)

Elísabet (IP-tala skráð) 17.5.2007 kl. 21:07

8 identicon

Vildi bara oska ykkur godrar ferdar og vona ad allt gangi vel.  Tetta er allt svo spennandi hja ykkur, alveg hreint frabaert.

Eg mun fylgjast med, kvedja, Tinna

Tinna 1.ari (IP-tala skráð) 17.5.2007 kl. 23:23

9 identicon

Elsku Lilja sys og allir hinar súperhjúkkur!

Góða ferð og farið vel með ykkur. Gangi ykkur rosalega vel í öllu sem þið takið ykkur fyrir hendur þarna. Það eru bara hetjur sem leggja upp í svona leiðangur.

knúsar frá Helsinki

Arna Lísbet og Viktoría Ísold (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 08:44

10 Smámynd: Harpa, Heiðdís, Helga, Helga Björk og Inga Rós

Sælar!

Góða ferð út stelpur mínar. Hlakka til að hitta ykkur úti í Nairobi og borða jafnvel með ykkur á Carnival

Bestu kveðjur
Harpa (og hinar úr hópnum líka)

Harpa, Heiðdís, Helga, Helga Björk og Inga Rós, 18.5.2007 kl. 09:37

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og nítján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband