18.5.2007 | 09:49
Komnar a afangastad
Klukkan half sex ad morgni, tann 17.mai hittumst vid galvaskar i Leifstod med misjafnlega mikid af farangri, med stirurnar i augunum eftir svefnlausanott en tratt fyrir tad tilbunar i allt. Ferdalagid mikla sem vid hofum unnid hordum hondum ad var ordid ad veruleika. Vid flugum til London med icelandair og lentum a heathrow flugvelli um korter i tolf a stadartima. Svo var ad finna geymslustad fyrir allann farangurinn en hann var ad finna a terminal 4 sem var svo langt i burtu ad vid urdum ad taka lest tangad. tegar vid vorum bunar ad vippa af okkur farangrinum var ekki seinna vaenna enn ad drifa sig med lest inn i London og skella ser i letta verslunarferd i HogM. Sidan var Starbucks tekid med stael og tar ududum vid i okkur bananakaffi med klaka og allaveganna. . . .! Stoppid i London var i styttra kantinum og urdum vid fljotlega ad haska okkur i lestina tilbaka enda tok tad ferli 55 min i trodfullri og sveittri lest. Eftir dutl og dulleri a flugvellinum var komid ad naeturfluginu mikla. Okkur til mikillar anaegju fengum vid sokka,tannbursta, tannkrem og augnleppa fra british airwaves til tess ad gera ferdina baerilegri. Ekki skemmdi fyrir ad okkur tjonadi tessi lika huggulegi itali sem var svo svona skemmtilega smamaeltur i tokkabot og kalladi okkur bara darling og baby til skiptis. Flugid leid hratt og tegar klukkutimi var eftir af fluginu heyrdist allt i einu i Helgu "stelpur hvar er passinn minn" jebb passinn var tyndur og allir a milljon ad leita i ollum toskunum auk tess sem flugtjonarnir toku virkann tatt i leitinni. Eftir mikid fjadrafok fannst svo passinn i toskunni hja Torey sem hafdi verid a klosettinu allann tann tima sem oskopin dundu yfir og fannst svo bara ekkert edlilegra en ad passinn hafdi verid i hennar tosku. ITegar vid lentum i Nairobi var grenjandi rigning og toka og ad koma inn i flugstodina var eins og ad hverfa aftur til 1978 . . . . en folkid samt afskaplega yndaelt og hjalplegt. Loksins tegar vid vorum komnar i gegnum flugstodina og eftir nokkud langa bid eftir farinu okkar, maetti a svaedid tessi lika fina gula toyota corolla argerd 1985 med raudu lodflauelisaklaedi ad innan og bilstjorinn med skilti sem stod a Lilja PORUNN (ekki Lilja Thorunn) +nurses. Taka skal fram ad ad bilinn tok adeins 4 fartega en vid vorum 8 med farangur fyrir heila herdeild. Tetta reddadist nu allt og fengum vid okkur storan leigubil fyrir dotid . . . og fimm okkar. A leidinni saum vid giraffa, sebrahesta og staestu fugla sem vid hofum nokkurn tima sed en tad voru Storkar og tetta var an grins eins og ad sja fullvaxinn 8ara krakka standandi a einni lopp upp i tre.
Tegar vid maettum a hotelid komumst vid ad tvi ad tad var ekki eins fint og myndirnar a internetinu gafu til kynna en vid gerum bara gott ur tessu. Tad eru ad minnsta kosti heitar sturtur milli 5-10 a morgnanna og 4-10 a kvoldin i skur uti i gardi asamt vatnsklosettum en tad myndi teljast luxus. Turftum reyndum ad fleygja fyrri gestum og teirra naerfotum med bremsuforum ut ur herberginu okkar adur en vid komum ollu hafurtaskinu okkar fyrir. Svo roltum vid fimm saman nidur i bae a netkaffihus og i skodunartur en hinar voru settar i ad passa upp a farangurinn og sofa.
Jaeja nu aetlum vid ad fa okkur ad borda, hafid tad gott og endilega commentid
Astarkvedjur
Elva Dogg
Athugasemdir
Gangi ykkur alveg rosalega vel og hafið það gott!!
Hafdís hjúkkulingur (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 10:12
Hæhæ..gott að ferðin gekk vel og ég giska á að Þórey hafi verið með allaveganna næst mesta farangurinn:o)...gangi þér og ykkur rosalega vel. Það er strax komin söknuður Þórey mín en ég reyni að halda aftur að mér og lesa þetta blog bara reglulega og vera með þér í anda..fariði varlega.
Bestu kveðjur
Hildur
Hildur Jóns (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 10:48
Kristín getur allavega ekki hafa verið með mikinn farangur.. svona miðað við hvað hún tók lítinn tíma í að pakka niður
En gott að ferðalagið hafi gengið vel og vonandi að framhaldið verði ekki síðra.
kv. Halla vinkona Stínu
Hallbera Eiríksdóttir (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 12:51
Gott að heyra frá ykkur og að allt hefur gengið vel.
Kveðja frá öllum á Laugalandi
Erla-mamma Kristínar (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 14:25
Gaman að lesa bloggið ykkar ég ætla sko asð fylgjast vel með ykkur. Væri sko alveg til í að verða líka í Kenya en það má víst finna fólk til að hjálpa líka á Íslandi svo ég læt mér það nægja þetta sumarið.
Guðrún Sella (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 15:48
Hæhæ elsku Lilja frænka og hinar ofurhjúkkurnar:)
Frábært að fylgjast með ykkur og gott að ferðin gekk vel... vá ...það sem þið eigið eftir að upplifa !!! Farið varlega en umfram allt hafið gaman:)
kveðja
Hildur Ýr "Liljufrænka "
Hildur Ýr (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 16:27
Hæ stelpur! Gaman að fá að heyra frá ykkur. Hafið það nú gott þarna úti og ég fylgist spennt með áfram
Sonja Maggý (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 16:56
Hafið það gott úti í Kenýa, ég ætla sko að fylgjast með ykkur! :D
Kveðja
Sóley á 3 ári í Hjúkrun
Sóley (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 17:00
Gott að heyra að þið eruð komnar á leiðarenda. Ég fylgist með ykkur skvísur. Hafið það alveg æðislega gott.
Kveðja af skaganum.
Júlla bekkjasystir.
Júlla Viðars (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 17:48
gott að heyra frá ykkur og að þið séuð komnar á áfangastað ;) sýnir bara hvað bíður ykkar að þið hafið séð gíraffa á leiðinni á gistiheimilið.
um leið og ég las um bremsuför og tilheyrandi lýsingar um gistiheimilið sá ég að enginn nema Elva Dögg hefði getað skrifað þetta ;) Hahaha njóttu lífsins mín kæra, Stína og þið allar.... þið eruð hetjurnar mínar ;)
kveðja Svava
Svava (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 19:11
jæja gaman að heyra að þið eruð komnar út heilu á höldnu, sé ykkur í anda að leita af passanum ;) híhí fylgist grant með kveðja úr kulda og trekki á austurlandinu Þurý( vinkona Kollu)
Þurý (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 19:53
Gott að vita að þið eruð komnar á áfangastað! Þetta verður án efa það mest spennó sem þið munuð upplifa og njótið þess vel...
Ég ætla sko að fylgjast með ykkur skvísulingar
Gangi ykkur vel og hafið ógó gaman!!
Kv hjúkkulingur
Kristín Bára (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 20:17
Frábært að heyra að þið eruð komnar heilar og höldnu á leiðarenda. Vonandi verður dvöl ykkar í Kenya stórkostleg upplifun.
Ég fylgist spennt með!
Kær kveðja frá Húsavík.
Berglind Júl. (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 21:14
Sælar stelpur
Gott að vita að þið eruð komnar heilar til Nairobbery vona að þið eigið eftir að legda í mörgum spennandi ævintýrum. Kær kveðja af klakanum
Kolla 4. ári (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 21:14
Jæja komnar á leiðarenda með smá uppákomum..frábær bjartsýni að senda fimm manna gula toyotu á móti ykkur(það hefði kannski verið hægt að planta fjórum upp á þak og redda kerru fyrir farangurinn). Gaman að lesa bloggið og fá að fylgjast með. Gangi ykkur vel með allt sem þið takið ykkur fyrir hendur.
Kveðja frá Þóru og co.
Þórhildur, Lilju sys (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 21:53
Sælar skvísur, mikið er ég fegin að þið eruð komnar heilar að höldnu :-) Bið rosa vel að heilsa ykkur og hugsa til ykkar. Ég er ekki alveg að átta mig á því að þið séuð bara í afríku. Jæja verið duglegar að segja frá því sem er að gerast fyrir okkur sem fylgjumst spennt með hérna á klakanum.
Kveðja ykkar bekkjasystir bibba bjarna
Bryndís Bjarnadóttir (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 23:11
Sælar stúlkur, gott að þið eruð komnar á leiðarenda. Ég mun fylgjast spennt með ævintýrum ykkar þarna úti. Hefði viljað sjá þennan flugþjón.
Kv. Hófí
Hófí (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 23:28
Leiðinlegt þetta með hótelherbergin. En þetta er ákveðin lífsreynsla sem hægt verður að tala um allt sitt líf. Hlakka til að lesa meira:)
Ásdís (IP-tala skráð) 19.5.2007 kl. 08:18
Hæ elskurnar:)
Mikið svakalega er gott að þið séuð komnar heilnar á höldnu til Afríkunnar. Helga ég trúi ekki að þú hafir týnt passanum;);) eða jú eiginlega trúi ég því alveg *hóst bíllykillinn frægi*. Gettu hver ætlar að mála allt Rut Kára;) Alla vega hlakka ég til að lesa um fleiri ævintýri svo verið duglegar að blogga.
kveðja
Þóra Björt (vinkona Helgu og Lilju), Andri og Jói
P.S. Mamma biður að heilsa
Þóra Björt og co (IP-tala skráð) 19.5.2007 kl. 10:58
Vá hvað ég öfunda ykkur að vera þarna úti að sjá og kynnast nýjum heimi. Gangi ykkur rosalega vel og haldið hópinn og passið hver aðra. En umfram allt skemmtið ykkur vel, það er fyrir öllu
Hjördís Elma (IP-tala skráð) 19.5.2007 kl. 11:07
Gangi ykkur vel stelpur :D
Kittý Sveins, 19.5.2007 kl. 14:43
vá.. geggjað ævintýri hjá ykkur! þetta er sko klárlega e-ð sem ég væri til í að gera! en það er víst munur á því að vilja e-ð og framkvæma það! gangi ykkur vel í þessu öllusaman.
Birna - fyrsta ári
birnaoskars (IP-tala skráð) 19.5.2007 kl. 20:17
Frábært að heyra að ferðalagið gekk vel!
Nú bíð ég spennt eftir næstu færslu:)
Sakna þín Halldóra mín.
Rósa systir
Rósa Hrönn Ögmundsdóttir (IP-tala skráð) 19.5.2007 kl. 21:13
Ohhh en spennandi!! Vonandi gengur allt vel og ég fylgist spennt með fleiri sögum
Hildur hjúkka (IP-tala skráð) 19.5.2007 kl. 22:21
Gott að heyra að allt gekk vel á leiðinni út og gaman að geta fylgst með ferðinni ykkar áfram hér á netinu.
Þetta verður án efa mikil og merk upplifun hjá ykkur þarna úti.
Kveðja frá Húsavík
Lilja Friðriksdóttir
Lilja Friðriksdóttir (IP-tala skráð) 20.5.2007 kl. 08:25
gott að vita að þið eruð komnar á leiðarenda. ég ætla sko að fylgjast með ykkur og verið því duglegar að skrifa inn
Helga B (IP-tala skráð) 20.5.2007 kl. 17:42
Gaman að sjá að þið eruð lentar heilar á húfi.Við Arnar Páll gerðum heiðarlega tilraun til að skrifa kveðju í fyrrakvöld en hann klikkaði á ruslpóstvörninni.Hann var fjallmyndarlegur með húfuna í gær.Til hamingju með hann Elva Dögg mín.Njótið þið ævintýrsins þarna úti í botn,komið svo heilar heim. Ásta.
Ásta (IP-tala skráð) 20.5.2007 kl. 18:15
Hæ Stína. Gott að þið eruð komnar. Gangi ykkur allt í haginn. Kveðja Fanney og Guðjón
Fanney og Guðjón (Stínumágkona) (IP-tala skráð) 20.5.2007 kl. 20:44
Gangi ykkur rosalega vel, þið eruð ekkert smá duglegar KNÚS til þín Hlín og hlakka til að heyra frá þér...
kveðja Kristjana
Kristjana (IP-tala skráð) 20.5.2007 kl. 21:25
Frábært að heyra að þú ert komin til Afríku heil til skóga (eða svona eins heil og til er hægt að ætlast) ertu búin að sjá slööngur?
ég er farin að halda að það sé hættulegra á Íslandi en í Afríku, allavegna í Árbliki! Eftir að hafa eitt 2 mánuðum í að fá pabba til að setja upp rimlagardínur í gluggann minn var það loksins gert, 2 dögum síðar (í gær s.s) kom ég heim úr vinnunni og þá var eitthvað villidýr búið að naga þær allar í sundur og klórför í gluggakistunni, skiptar skoðanir eru á því hvort þar hafi verið heimilisdýrið hann Matti að ferð eða eitthvað annað villidýr, ég og Eiður Smári erum allavegna viss um að það sé rándýr í nánd og sofum með annað augað opið!
Og til að toppa það þá er mús í búrinu þú getur ekki ímyndað þér heljarástandið hér á heimilinu, vertu bara fegin að vera í annarri heimsálfu! annars elskum við þig öll og ég skal vera dugleg að segja þér fréttir hingað í skoðanir, en bara ef þú verður dugleg líka að segja frá þér
kv.Eydís Inga STÓRA systir Elvu Daggar
Eydís Inga (IP-tala skráð) 20.5.2007 kl. 21:39
Gott að heyra að þið komust heilar á áfangastað... Skemmtilegt að lesa bloggið og hlakka til að heyra meira frá ykkur...
Þið eruð ekkert smá duglegar og vona ég að allt gangi vel...
Allt annars gott af klakanum og knús til þín Kristín
Kveðja Huldis...
Huldis Mjöll (vinkona Kristínar) (IP-tala skráð) 20.5.2007 kl. 22:09
Hæ.....frábært að heyra að þið eruð komnar á áfangastað! Hlakka til að heyra meira frá ykkur og gangi ykkur vel
Kv, Berglind Ósk
Berglind Ósk (IP-tala skráð) 20.5.2007 kl. 22:22
Hæ hæ elsku Kolla mín, frábært að heyra að ferðin út hafi gengið vel, ég fylgist spennt með og upplifi þetta allt saman í gegnum ykkur, þið eruð náttúrulega bara hetjur! Gangi ykkur áfram rosalega vel! Kær kveðja, Laufey vinkona Kollu
Laufey (kollu vinkona :) ) (IP-tala skráð) 21.5.2007 kl. 09:28
...það er ekki laust við að manni langi í ævintýri...
kveðja frá Selfossi, passið ykkur á fuglum á stærð við 8 ára börn.
Hlakka til að lesa meira ;)
Sigríður Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 21.5.2007 kl. 12:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning