21.6.2007 | 00:07
Sjúkrabílakaup
Eins og margir vita þá stendur til hjá Hjúkrun í Kenya að skilja eitthvað almennilegt eftir sig hjá Provide International í Nairobi. Að okkar mati var sjúkrabíll eitt það helsta sem vantaði, enda samkvæmt nýgerði athugun er enginn gangtækur sjúkrabíll í fátækrahverfum Nairobi. Þar af leiðandi er ekki möguleiki á að flytja sjúklinga sem þurfa frekari læknisaðstoð á almenningsspítalana þar sem þeirra sjúkrabílar keyra ekki inn fyrir veggi "slum"-ana. Einnig vilja leigubílstjórar ekki sjá um sjúkraflutninga, sérstaklega ef sjúklingum blæðir. Eins og er á Provide International einn sjúkrabíl en hann er það gamall og mikið notaður að ekki er hægt að treysta honum til að komast á leiðarenda, þ.e.a.s. þegar hann kemst í gang:
Í dag var birt viðtal við Þórey á baksíðu Morgunblaðsins þar sem var stiklað á stóru um starfið úti og jafnframt bent á reikning okkar fyrir þá sem vildu hjálpa til á síðustu metrunum við sjúkrabílakaupin. Fyrir hönd okkar allra vil ég þakka þeim sem lögðu sitt af mörkum af öllu hjarta! Við erum nú mjög nálægt þeirri upphæð sem við þurfum og erum alveg í skýjunum yfir stuðningi ykkar.
Ég mun halda áfram að skrifa um framvindu sjúkrbílakaupana, en ég er sumsé að standa í þessum viðskiptum frá Íslandi alla leið til Nairobi sem svo kaupa bílinn og flytja inn frá Japan...svo þetta fer í gegnum þrjár heimsálfur.
Kveðja,
Halldóra
[Reikningsnr: 1158-26-5801]
[Kennitala: 580107-0600]
Athugasemdir
Bíð spennt eftir myndum úr ferðinni :-)
Fanney og Guðjón (Stínumágkona) (IP-tala skráð) 22.6.2007 kl. 13:10
Hae stelpur! Gott blogg hja ykkur, skemmtilegar sogur. Vid erum komin her ut til Nairobi, fyrsti dagur a heilsugaeslunni a morgun. Dalitil tilhlokkun hja okkur.
Vid eigum slatta af pening, aetlum ad tala vid Jonah og svona og hugsanlega latum vid eitthvad ganga upp i sjukrabilinn.
Verdum i bandi seinna, endilega kikid a bloggid okkar http://kenya-verkefnid.blogspot.com
Kaer kvedja,
Kenyaklubburinn Kalli (Kalli, Omar, Ylfa og Thorunn laeknanemar)
Omar Sigurvin (IP-tala skráð) 24.6.2007 kl. 15:00
Yndislegt að vita til þess að það sé til svona gott fólk í heiminum tilbúið til að hjálpa öðrum eins og þið hafið gert síðastliðinn mánuð
Þið eruð alveg meiriháttar stelpur að leggja þetta af mörkunum það mættu fleiri taka ykkur til fyrirmyndar
Það er búið að vera svo gaman að fylgjast með ykkur og ég hef lesið allar færslurnar frá byrjun, þó ég þekki ykkur ekki neitt, þær eru allar svo vel skrifaðar og fyndnar inn á milli :)
Annars fannst mér nú bara nauðsynlegt að kommenta svona einu sinni allavega
Farið vel með ykkur
Steinunn (IP-tala skráð) 4.7.2007 kl. 09:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning