5.7.2007 | 17:31
Ekki dauðar úr öllum æðum...!
Það hefur lítið verið bloggað síðustu daga enda allar að henda okkur út í vinnu. Stína tók sprettinn upp í Þórsmörk, Elva í Hólaskjól, Kolla á Húsavík og við hinar á sitthvora heilbrigðisstofnunina hér í bæ. Það er lítið að frétta af bílakaupunum ennþá. Við erum að bíða eftir tilboði í einn en ekkert er ákveðið enn sem komið er. Við stelpurnar ætlum að hittast fljótlega (sem er hægara sagt en gert þegar púsla þarf fólki saman sem er í vaktavinnu..!) og fara yfir stöðuna. Við erum að skoða aðra bíla og sennilegt er að það verði annar bíll en nýr Land Cruiser. Við höfum það að markmiði að kaupa vandaðan bíl og endingargóðan og það mun okkur takast með hjálp ykkar allra sem hafa lagt okkur lið
Annars vildi ég bara láta ykkur vita, sem kíkjið hérna inn, að við erum allar sprækar og hvergi hættar fyrr en bíllinn er kominn í hús Provide í Kenya.
Ætli við reynum ekki að halda úti fimmtudagsbloggi þar til bíllinn hefur verið keyptur..
Vonandi hafa það allir gott og mæta á fyrirlesturinn okkar í haust.. (engar áhyggjur, við látum ykkur vita!)
Heyrumst, Liljan
Athugasemdir
oh já við verðum að finna tíma til að hittast, eg er þvílíkt buin að sakna ykkar! gætum lika hist einhvertiman i hádeginu ef allir eru á kvöldvakt...ég meina WHY NOT??
halldora (IP-tala skráð) 6.7.2007 kl. 14:29
Vúhú....á netinu í fyrsta sinn síðan ég kom heim frá Kenya! Á ég að trúa því upp á ykkur að ég muni ekki sjá ykkur í Þórsmörk í sumar Halldóra og Elva hafa allaveganna litið við...var að fylgjast með því hvort Lilja hefði kannski hlaupið Ultra maraþon þ.e. Laugavegsmaraþonið.
Úr Mörkinni er allt gott að frétta og bara verið sól og blíða í allt sumar.
Kveðja Stína
Stína (IP-tala skráð) 15.7.2007 kl. 14:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning