Let us move quikly . . . please!

Laugardagurinn rann upp bjartur og fagur, enda sidasti dagurinn okkar i nakurun og planid ad skella ser i Lake Nakuru national park i safari. Vid vorum allar tilbunar nidri i matsal a umsomdum tima eda um 7:45 vegna tess ad vid aetludum ad na ad fara i eina hradbankann i baenum og i supermarkad. Elsku Lynette okkar let ta ekki sja sig en birtist svo mod og masandi kl. half niu, dreif okkur upp i bilinn og svo for naesti halftiminn i ad vera a hardahlaupum um allan bae a eftir maddommunni sjalfri sem goladi med reglulegu millibili yfir lafmoda undirsata sina (tad vorum vid sem sagt)"let us move . . let us move quikly please!" Astaedan fyrir tvi ad vid vorum a tessu spretthlaupi var sem sagt tad ad vid attum ad vera maettar fyrir utan lestarstodina i safari rutuna kl.9 sem vid og gerdum, en viti menn tar var engin ruta! Tannig ad vid settumst nidur i solinni og a medan itrottaalfarnir okkar Torey og Stina toku svokalladar drillur, satum vid hinar rolegar og hnyttum fastar flettur i faxid a hvor annari. Ae Ae nu var illt i efni! Eg Hlin og Halldora turftum naudsynlega ad fa okkur ad pissa og eina salernid sem i bodi var voru almenningssalernin a lestarstodinni. Ef tid hafid lesid um fyrrum klosettsogur okkar ta getidi rett ymindad ykkur hvernig tetta leit ut. Fyrst turftum vid ad fara fram hja karlaklosettinu en tadan lagdi tvilikt megna hlandfilu og svo komum vid auga a einhvern grunsamlega gulan poll a golfinu . . . vid vorum tvi fljotar ad skunda tar fram hja. A kvennaklosettinu var ad sjalfsogdu enginn klosettpappir, ekki haegt ad laesa og holur i jordinni klosett sem hofdu liklega ekki verid trifin sidan lestarstodin var byggd. Skitabrakin nadi upp a midja veggi og lyktin eftir tvi. En vid hetjurnar vissum ad ekki var um neitt annad ad raeda en ad kafa tarna inn enda long og strong hossi safariferd framundan . . . Ja otrulegt en satt en vid lifdum til frasagnar!!! Loks kom rutan og vid rulludum af stad. Tegar vid komum ad hlidinu var komid ad tvi ad borga. A skiltinu stod non-residents and students 10 dollars. Tad vorum vid ad vid heldum og aetludum ad borga tad en karlinn vard ta bara full yfir ad vid vissum hvert verdid var. Fleiri blondudu ser i malid og upp hofst tetta lika mikla tras yfir tvi hvad vi aettum ad borga og a medan bidu allir i rutunni. Eftir toluvert rifrildi turftum vi ad borga tvofalt verd af tvi ad teir sogdu ad vid vaerum ordnar eldri en 18 ara. En b.t.w. tad stod hvergi a verdskranni neitt aldurstakmark og vid komum hvergi auga a tetta verd sem vid turftum ad borga. En tad kostar greinilega bara ad vera med hvita hud her a landi!! Eins og gefur ad skilja voru margir hopmedlimir alveg brjaladir yfir tessu en vid letum okkur hafa tad og drifum okkur i safariid. Tar saum vid hina fraegu flamingo fugla Nakuru vatns, buffaloa, giraffa, gasellur,antilopur, sebrahesta og einhver dyr sem heita waterbucks sem vid vitum ekki hvad heitir a islensku. Vid endudum a ad sja einhvern foss sem kenyabuar eru mjog stoltir af en tad var sma skitalaekur sem rann nidur af einhverjum samlitum kletti. Svo var fullt af bavionum sem reyndu ad stela af okkur myndavelunum og skvettu svo framan i okkur blodraudum rassgotunum tegar su tilraun teirra tokst ekki.

Eftir Safariid mikla var farid ad velja efni i kjola sem sex okkar voru bunar ad panta sersaumada fyrir 1500 kr. Tegar her var komid vid sogu voru barnapiurnar ordnar sex og allar jafn odar i ad adstoda vid valid. Gaman ad segja fra tvi, i svona 8 fm2 bud. En tetta hafdist allt ad lokum og vid gatum drifid okkur af stad aftur til Nairobi. Vid kvoddum hana Lynette med virtum enda var hun tvilikt buin ad leggja a sig ad skipuleggja dvol okkar tarna i Nakuru minutu fyrir minutu og reyna svo ad lata tad allt ganga upp :) Tegar vid settumst inn i leigubilinn komumst vid ad tvi ad tvaer af barnapiunum og tengdasonurinn attu ad fylgja okkur til Nairobi til ad tryggja ad allt yrdi i lagi med okkur. Vid fengum ekkert um tetta ad segja og vid tok 3 klst. bilferd a teim versta vegi sem eg hef nokkurn tima vitad um og skeytti bilstjorinn ekkert um holur, hola eda haedir og keyrdi a fullri siglingu yfir og afani tetta allt saman madur bara righelt ser i saeti fyrir framan sig i lausu lofti og bad gud um ad hjalpa ser. Tegar vid loks komumst a somasamlegt malbik var Halldora buin ad aela tvisvar og sniffa heilan sprittbrusa til ad losna vid ogledina. Ef tid erud ad velta tvi fyrir ykkur hvad vard um aeluna ta aeldi hun mjog smekklega i plastpoka fra Nakumatt verslunarkedjunni sem fekk sidan ad fjuka ut um gluggann og lenti beint a framrudunni a naesta bil . . . . Happadagur hja teim bilstjora!! vonum bara ad hann hafi verid buin ad fylla a rudupissid !! :) Jaeja nuna hringdi siminn minn og einhver Bernard i simanum sem sagdist aldrei hafa hitt mig en vildi endilega hitta mig. Mer vard um og o og virtist sem loverinn hafi skynjad tad og sagdist aetla ad hringja aftur. Eg hristi nu bara hausinn, alveg viss um ad tetta hafi verid rangt numer en viti menn eftir u.t.b. 10 min hringdi kaudi aftur og eg nadi ad hafa tad upp ur honum hvernig hann hafdi upp a numerinu minu og ta vissi hann alveg ad eg hafdi verid i herbergi 28 a hotelinu og eitthvad. . . .eg vissi ekki alveg hvernig eg atti ad snua mer i tessu mali en sagdi honum svo loks med miklum myndugleik ad eg vaeri married og gaeti tvi midur ekki hitt hann. Dan adalpossunarpian okkar for nu a stufana og hringdi ut um allt og komst svo ad tvi ad hann Bernard greyid vaeri i raestingunum a hotelinu og hefdi tannig komist yfir numerid mitt. . . .  ! Jaeja eg get ta keypt mer limmida ur minjagripabudinni tar sem a stendur "someone loves me in Kenya" og limt hann med stolti a bakpokann minn :)

Midbaer Nairobi og langtrad hamborgara og bananasplittferd a Java kaffi innan seilingar. Barnapiurnar vildu odar hjalpa okkur ad bera dotid okkar en vid hardneitudum tvi enda aetludum vid ekki ad lata komast upp um tad hvert forinni vaeri heitid. Vid kvoddum alla og tokum svo a ras a okkar heitt elskada Java tar sem vid ududum i okkur vestraenum mat med mikilli afergju og fylltum galtoma og svivirta maga okkar med anaegju.

Tessi helgi verdur lengi i minnum hofd enda yndislega gratbrosleg. Vid laerdum heilmikid af tvi ad framkvaema tessar skodanir a bornunum og fengum skyra mynd af vandamalunum sem tau hrjadu.

I lokin er gaman ad segja fra tvi ad vid gistum a einu finasta hoteli Nakuru tar sem vid fyrir tilviljun fundum rottuhreidur undir kokkaelinum a veitingastadnum tar sem vid bordudum morgunmatinn okkar.. . . . . Jebb svona er Afrika. 

Yfir og ut

Elva Dogg 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bara að kvitta fyrir innlitið, við fylgjumst með ykkur héðan úr eyjunum. Ég var búin að skrifa þvílíka ritgerð inni í gestabókina en allt fór einhvernveginn í klessu :( Allavega farið þið varlega þarna lengst úti í buska og gangi ykkur vel :)

 Kv. Helga Björk, Eyþór, Ingi Rafn, Eyrún Eva, Daníel Rafn, Þórey Rut, Gígja, Surtsey & Klettur :) 

Helga, Eyþór, og öll strollan :) (IP-tala skráð) 28.5.2007 kl. 18:56

2 identicon

Vá.... ég hélt ég myndi deyja úr hlátri þegar ég las um það hvert ælupokinn fór

Haldið áfram að búa til minningar sem endast ævilangt!!

 Kv. Sigríður (vinkona Helgu&Lilju)

Sigríður Árna (IP-tala skráð) 28.5.2007 kl. 22:31

3 identicon

Sælar dömur, alltaf gaman og gott að geta fylgst með ykkur í gegnum bloggið Það er nóg að gerast hjá ykkur og kynþáttamisréttið er alltaf erfitt- sérstaklega þegar það kemur við budduna. Farið varlega, hver veitt hvar næsti ælupoki lendir

Íris, Valur, Eydís Inga, Eysteinn Orri, Eiður Smári og Matti - Fjölskylda Elvu Daggar

Íris Þórðardóttir (IP-tala skráð) 29.5.2007 kl. 12:04

4 identicon

þetta Java kaffiús er grunnsamlega líkt nafninu Svava og get ég því vel skilið hversvegna það er svona æðislegt ;)  Allt gott að frétta af Bragó, ég var að koma úr sveitinni, búin að vera í sauðburði í viku og þar fékk ég að gera líkamsmat á fullt fullt af lömbum ;) very very gooda !!!

kveðja Svava

Svava (IP-tala skráð) 29.5.2007 kl. 12:16

5 identicon

Þið eruð dugnaðarstelpur :-)

Fanney og Guðjón (Stínumágkona) (IP-tala skráð) 29.5.2007 kl. 12:52

6 identicon

Held að waterbucks séu vatnabufallar,

gangi ykkur vel ofurhetjur,

Kær kveðja,

Árni Kolluvinur

Árni (IP-tala skráð) 29.5.2007 kl. 22:18

7 identicon

Búin að fínkemba síðuna og hafa gaman af! Haldið áfram að láta gott af ykkur leiða og hafa húmorinn í lagi. Hélt að ég myndi deyja þegar ég las um Bernard ræstingaloverboy. Elva Dögg, þú tekur skynsemina á þetta þó það sé eflaust freistandi að sleppa því að verða ræstingafrú í Kenýa! ;) kv.Sigrún

Sigrún Jóhanns (IP-tala skráð) 30.5.2007 kl. 15:37

8 identicon

Sælar meiriháttar gaman að lesa bloggið þið eruð frábærar.Óska ykkur góðrar dvalar og látið áfram gott af ykkur leiða. kveðja af klakanum Hildur vinkonamömmu Elvu Daggar.

Hildur í Efri (IP-tala skráð) 1.6.2007 kl. 10:59

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og sextán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband