Frelsinu fegin.

 Hae oll.

Eftir ad vid dundudum okkur i tonokkurn tima herna a netkaffihusinu a midvikudaginn forum vid a sma rolt um baeinn. Vid Thorey lobbudum framhja adal logreglustodinni herna i Nairobi og eins og sannir turistar ta stillti Thorey ser upp og eg drog upp myndavelina og smellti af mynd. Vid akvadum ad kikja inn a logreglustodina sem var eins og stiga inn i timavel og stilla a 30 ar aftur i timann. Tarna var fullt af folki baedi almennir borgarar og fullt af loggum og flestar heldu a staedstu byssum sem eg hef borid augum a. Tetta var nu ekki alveg taegilegasta tilfinningin ad standa tarna inn um hladnar byssurnar en tad var nu ekkert midad vid tad sem vid attum eftir ad lenda i. Tad fyrsta sem tok a moti okkur var reitt andlit eins logreglumannsins sem spurdi af hverju vid vorum ad taka mynd af logreglustodinni. Tetta kom nu svo flatt upp a okkur ad vid vissum eiginlega ekki alveg hvad vid aettum ad segja og reyndum stama upp einhverja skyringu. Hann var nu alls ekki sattur tessi madur og heimtadi ad fa myndavelin. Vid letum tad nu eftir honum enda voru tessar byssur ekkert ad hvetja okkur til tess ad vera med einhver motmaeli. Hann lagdi myndavelina a bord fyrir aftan afgreidsluna og for ad spurja okkur frekar ut i tessa myndatoku. Vid reyndum ad utskyra tetta fyrir honum og vildum endilega syna honum myndavelina og sogdum ad vid gaetum nu bara eytt myndinni. Hann tok upp myndavelina og skodadi hana i bak og fyrir og virtist ekkert atta sig a tvi hvad vid vorum ad meina med tvi ad eyda myndinni enda er ekki mikid um nyjustu taekni herna i Kenya. Vid vorum nu ekki tilbunar ad lata hann hafa myndavelina en tegar vid reyndum ad tala hann til ta nadi hann i einhvern vardstjora sem for med okkur upp a adra haed og inn a skrifstofu tar sem vid settumst nidur og okkur var alveg haett ad litast a blikuna. Hann sagdi mer ad setjast fyrir framan sig og Thorey adeins til hlidar og for ad spurja okkur spjorunum ur og sagdi ad hann aetti i rauninni ad handtaka mig fyrir tetta. Tarna satum vid skjalfandi ur hraedslu og med svitafossana nidur eftir bakinu a okkur og hann eiginlega bara hlog af okkur. Alltaf tegar Thorey reyndi ad segja eitthvad ta sagdi hann henni bara ad halda ser saman og sagdi ad tad vaeri eg sem hann aetladi ad handtaka en ekki hun. Vid reyndum ad utskyra fyrir honum ad vid vaerum fra Islandi og ad vinna sjalfbodastarf i fataekrahverfunum herna i Nairobi. Ta var hann bara med enn meiri staela og let i rauninni eins og 5 ara krakki enda fannst okkur lika vid turfa ad tala vid hann eins og 5 ara krakka. A tessum timapunkti vissum vid eiginlega ekki hvort vid aettum ad fara ad grata eda hlaegja og var eg farin ad sja mig fyrir mer vera fylgt ut af tessari skrifstofu i handjarnum og med kulu um okklan og vid Thorey badar farnar ad hugsa upp undankomuleidir i huganum. Tetta endadi nu med tvi ad eg sagdist aetla ad hringja i Jonah og hann gaeti talad um tetta vid hann en ta bakkadi hann orlitid ut ur tessu og fekk nofnin okkar og simanumer og sleppti okkur loksins ur tessari prisund og vid fengum myndavelina aftur. Vid vorum alveg sammala um tad ad vid hofum sjaldan verid eins feignar frelsinu og tegar vid komumst ut ur tessu husi.

Vid vorum mjog fegnar ad koma aftur upp a Upper Hill enda eg var a timabili farin ad spa i hvernig eg aetti ad lifa af nottina i Kenysku fangelsi. Vid hoppumdum i sturtu og gerdum okkur finar tar sem okkur hafdi verid bodid i mat til Solrunar sem er islensk stelpa sem vinnur herna i Nairobi. Vid vorum alveg otrulega finar enda hofum vid ekki tekid okkur mikid meira til en bara greitt a okkur harid a morgnana og maettum i alveg otrulega fina ibud hja henni Solrunu. Gaman ad sja adra hlid af Nairobi tar sem vid erum ordnar vanar ad sja husin i fataekrahverfunum. Tegar vid vorum ny maettar sagdi hun ad hun hafdi lika bodid 2 odrum islendingum og tegar taer maettu a svaedid ta voru tetta Thorunn og Bjorg hja ABC. Tarna attum vid aedislega skemmtilega kvoldstund saman og fengum mjog godan mat. Thorunn og Solrun, sem hafa badar buid herna i um 8 manudi og tvi orlitid reyndari her i Nairobi, sogdu okkur ad loggan herna er spillt og ad teir hefdu liklega verid ad bida eftir tvi ad vid Thorey hefdum bodid teim pening til tess ad losna ut. Mer datt tad nu einu sinni ekki i hug enda myndi litid gerast i Islandi ef madur myndi bjodast til tess ad borga loggunni til tess ad losna vid sekt.

Annars hofum vid tad allar mjog gott.  Vid erum farnar ad atta okkur a tvi ad tad er farid ad styttast mikid i heimferdina og eru tvi naestu 2 vikurnar tett skipadar. Aetlum ad vinna 3 daga i naestu viku, halda workshop fyrir HIV smitadar konur, skoda spitala, fara til Masaii Mara, fara med ABC krakkana i dyragard og eyda svo seinustu dogunum vid strondina i Mombasa.

Vid viljum takka kaerlega fyrir ahugasemina i ad adstoda vid sjukrabilakaup og teir sem vilja stydja vid tau kaup geta lagt inn a reikning 1158-26-005801, kt: 580107-0600

Vid hofum tegar fengid mikinn studning og viljum vid enn og aftur takka styrktaradilum okkar fyrir tad en okkur vantar um 100.000kr til tess ad geta fjarfest i sjukrabil og tannig storaukid tjonustuna og oryggi folksins i fataekrahverfunum.

 Bidjum ad heilsa ollum, Lala Salama

Hlin - ekki i fangelsi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Hlín mín - söknum þín og bíðum spennt eftir að þú komir heim til að segja okkur ferðasöguna. Farðu nú varlega. Kveðja frá Afa og Ömmu.

Afi og Amma Árskógum (IP-tala skráð) 1.6.2007 kl. 15:11

2 identicon

úfff hvað ég er nú fegin að þú endaðir ekki í fangelsi Hlínsa mín.. en ekkert smá gaman að heyra frá ykkur! þú ert algjör hetja.. knús og kossar frá klakanum og hlakka ekkert smá til að sjá þig aftur..

Kristjana (IP-tala skráð) 1.6.2007 kl. 17:28

3 identicon

Hæ elskan,

Snilld að heyra hvað það er gaman. Það hefði nú verið skemmtileg upplifun að lenda í Kenýsku fangelsi í eina nótt;-)

Hlakka samt til að fá þig heim sæta!

Hafðu það rosa gott það sem eftir er og farðu varlega;)

Knúsar og kossar!! 

Fríða (IP-tala skráð) 1.6.2007 kl. 18:13

4 identicon

það tekst engum nema þér þórey að verða handtekin í kenýa ...

helga vala (IP-tala skráð) 1.6.2007 kl. 20:22

5 identicon

Elsku Hlín.

 Mikið erum við fegnar að þú hafir sloppið við fangageymslurnar, vorum farnar að leita eftir símanúmeri íslenska sendiráðsins í anda Bridget Jones:)

Annars sitjum við hér í huggulegheitum, kúrum í sitthvorum sófanum með popp og kók og látum okkur dreyma um það sem þú hefur nú framkvæmt....

 vonum að allt gangi vel

Ásdís og Karen (IP-tala skráð) 2.6.2007 kl. 01:19

6 identicon

Jæja stelpur, búnar í að lenda í pólitíinu. Gott veður á Íslandi og sjómannadagur framunda. Bestu kveðjur. Fanney og Guðjón

Fanney og Guðjón (Stínumágkona) (IP-tala skráð) 2.6.2007 kl. 10:32

7 identicon

Hæhæ :)

Við hefðum nú verið fljótar að fljúga til Kenya og náð í þig ef þú hefðir lent í fangelsinu og hefðum nú sýnt þeim svipinn

Fariði áfram varlegar allar og við söknum þín ótrúlega mikið Hlín mín!
Tása hefur það fínt og liggur hérna makindalega fyrir framan okkur á flísteppi, við dekrum við hana dag hvern.

Alma og mamma (IP-tala skráð) 2.6.2007 kl. 11:13

8 identicon

Vertu varkár Hlín, þetta er töluvert spillt lið... þetta er ekki fyrsta sagan sem ég heyri um svona uppátæki lögreglunnar þarna niðurfrá... en annars, bið að heilsa ykkur stúlkunum :o)

-Jói í USA

Jói (IP-tala skráð) 2.6.2007 kl. 21:18

9 identicon

Thakka commentin Helga min, ja madur reynir ad profa sem flest herna i kenya! Gaman ad segja fra thvi;) En gangi ther vil i nyju vinnunni a morgun, kem svo og joina bradum thad er nebbla farid ad siga a seinni hlutann hja okkur, sorglegt en satt.

Thorey (IP-tala skráð) 3.6.2007 kl. 10:21

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og fimmtán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband